Ókeypis
Sjálfseflingaráskorun
Ertu tilbúin að losa þig við sjálfsefann sem heldur aftur af þér og byrja að treysta á sjálfa þig?
Hættu að efast um sjálfa þig og stígðu inn í styrkinn þinn.
Á aðeins 21 dögum!
ÓKEYPIS
Sæktu áskorunina núna og byrjaðu vegferðina (strax í dag) í átt að sterkari, öruggari og öflugri útgáfu af sjálfri þér.
SÆKJA FRÍTT HÉR >Valdefling
Innleiðing
Umbreyting
21 Daga Sjálfseflingaráskorunin
Þú þarft aðeins 5 mínútur á dag – en útkoman gæti varanlega breytt sjálfsmynd þinni
Ertu hér núna?
- Þú efast um sjálfa þig og takmarkar möguleika þína með neikvæðum hugsunum
- Þú finnur fyrir óöryggi og óttast að vera ekki “nógu góð”
- Þú ert föst í gamla mynstrinu – þar sem sjálfsgagnrýni ræður ferðinni
- Þú ert með stóra drauma en finnst eins og eitthvað haldi aftur af þér
Eftir þessa áskorun verður þetta þinn nýi veruleiki:
- Þú hefur trú á sjálfri þér og getur staðið með eigin ákvörðunum
- Þú hefur byggt upp vana þar sem þú talar við sjálfa þig af mildi
- Þú treystir innsæinu þínu og finnur fyrir aukinni ró og öryggi
- Þú sérð möguleika í stað takmarkana og veist að þú ert fær um að skapa lífið sem þú vilt
Fyrir hvern er þessi áskorun?
- Fyrir þig sem ert komin með nóg af sjálfsefahugsunum og vilt styrkja sjálfsmyndina þína
- Fyrir þig sem vilt finna meira jafnvægi, sjálfstraust og ró í daglegu lífi
- Fyrir þig sem ert tilbúin að breyta hugsanamynstri þínu og opna fyrir nýja möguleika

Hvað færðu í hendurnar?
50 bls PDF með daglegu efni fyrir 3 vikur
- 21 dagar af valdeflandi staðhæfingum sem hjálpa þér að endurmóta hugarfarið þitt
- Daglegar dagbókar spurningar sem leiða þig í átt að dýpri sjálfsvitund
- Æfingar & verkefni sem styðja þig í að skapa nýja vana og bætt hugarfar
- Skýra stefnu og aðgerðir sem færa þig nær þeirri útgáfu af sjálfri þér sem þú vilt verða
Þetta er ekki bara áskorun – þetta er upphaf að nýjum vana sem getur umbreytt lífi þínu.
Enginn tímapressa – þú ræður ferðinni
Þú getur byrjað áskorunina þegar þér hentar og farið í gegnum hana á þínum hraða. Hvort sem þú vilt fylgja henni daglega eða taka hana út frá þínum eigin takti, þá mun hún styðja þig í að skapa varanlega breytingu án þess að þú upplifir pressu. Þetta er rými fyrir þig til að vaxa á þínum eigin forsendum.
Þú þarft aðeins 5 mínútur á dag –
en útkoman gæti varanlega breytt sjálfsmynd þinni og líðan
Um mig
Dögg Stefáns
Ég heiti Dögg Stefánsdóttir, lífsþjálfi með menntun í sálfræði og mikla reynslu í að styðja fólk við að finna sína eigin leið til hamingju og árangurs. Ástríða mín er að hjálpa konum að blómstra með því að opna á það sem þær raunverulega vilja, byggja upp sjálfstraust og læra að treysta á eigin getu til að fara á eftir sínum draumum. Ég trúi því að allar konur hafi innra með sér þá orku sem þarf til að skapa sér líf í takt við sínar dýpstu óskir.
Ég trúi að þegar við virkjum okkar innri kraft og lærum að nýta hann til fulls, verður heimurinn betri staður. Þess vegna hef ég tileinkað líf mitt því að hjálpa konum að uppgötva eigin styrk og ótakmarkaða möguleika. Ég mæti þér þar sem þú ert og trúi á máttinn sem býr í þér. Þetta er minn ofurkraftur og ég er hér til að hjálpa þér að finna þinn.