Frítt niðurhal

Viltu fá leyniuppskriftina að öllum jákvæðum breytingum í lífi þínu?

„Spurðu þig kröftugra spurninga!“

Gæði lífs þíns byggja á gæðum spurninga þinna. Flestir fara í gegnum daginn sinn án þess að veita því nokkra eftirtekt hvaða spurningum þeir eru að svara. Þeir endurtaka sama daginn aftur og aftur og skilja ekkert í því að lífið breytist ekki. Til að gera breytingar þarf að breyta spurningunum. Dagbókarskrif eru eitt einfaldasta en áhrifaríkasta tækið til að tengjast sjálfri þér, losna við streitu og skapa breytingar sem endast. Með því að setja hugsanir þínar á blað geturðu:

  • Losnað úr viðjum neikvæðra hugsana.
  • Tengst sjálfri þér á nýjan hátt.
  • Öðlast skýrleika og innri ró.
  • Byrjað að lifa lífinu á þínum eigin forsendum.

Nýttu þér þessar 30 kröftugu dagbókarspurningar til að hjálpa þér að þroskast, efla jákvætt hugarfar, auka sjálfsvitund og þar af leiðandi gera allar breytingar mögulegar:

Já ég vil fá kröftugar spurningar >

hæ! 

Ég er Dögg Stefáns, lífsþjálfi með sálfræðimenntun og mikla reynslu í að hjálpa konum eins og þér... 

 

Ástríða mín er að hjálpa konum að blómstra með því að setja sjálfar sig í forgang, afhjúpa hvað þær raunverulega vilja, byggja upp sjálfstraust og trú á sjálfar sig og staðfestu til að skapa það líf sem þær kjósa sér. Ég trúi því að allar konur hafi þann innri styrk sem þarf til að skapa sér líf í takt við sínar dýpstu óskir, þær þurfa bara að hægja á sér og spyrja sig kröftugra spurninga til að virkja hann. 

 Ég trúi að þegar við virkjum okkar innri kraft og lærum að nýta hann til fulls, verður heimurinn betri staður. Þess vegna hef ég tileinkað líf mitt því að hjálpa konum að uppgötva eigin styrk og ótakmarkaða möguleika. Sú vegferð þarf alltaf að byrja með aukinni sjálfsvitund sem við fáum i gegnum kröftugar spurningar. Gefðu þér þá gjöf að hægja á þér og taka þér tíma á degi hverjum til að svara kröftugum gæðaspurningum og uppgötvaðu þær breytingar sem verða mögulegar fyrir þig. 

Frítt niðurhal

Mátturinn í dagbókaskrifum: Leið til innri styrks og vaxtar


Nýttu þér þessar 30 kröftugu dagbókarspurningar til að hjálpa þér að þroskast, efla jákvætt hugarfar og auka sjálfsvitund: