Finndu kraftinn þinn
„Stígðu út úr hamstrahjólinu, brjóttu upp gamla vana og taktu af skarið
- á þínum forsendum.“
Ertu orðin þreytt á að endurupplifa það sama aftur og aftur- eins og þú sért stöðnuð?
Þú finnur að eitthvað þarf að breytast – en veist ekki alveg hvað eða hvernig.
Þú ert forvitin, kannski aðeins óviss, en tilbúin að kanna möguleikana.
Þetta námskeið er hannað fyrir þig sem vilt taka fyrsta skrefið í átt að meðvitaðri breytingu. Engin pressa – bara þú, í þínu eigin rými og á þínum hraða.
ÉG ER TILBÚIN >Hnitmiðað
Kröftugt
Framkvæmanlegt
Er þetta fyrir mig?
Námskeiðið hentar konum sem:
-
Eru tilbúnar að taka ábyrgð, án þess að þurfa að gera allt fullkomið
-
Eru þreyttar á því að vera fastar í gömlum og úreltum vönum
-
Vilja hætta að svíkja sín eigin loforð og búa til betri tengingu við sig sjálfar
Þegar þú hefur tekið af skarið verður þetta þitt nýja norm:
-
Þú stendur með sjálfri þér – ekki aðeins í orðum, heldur í ákvörðunum og athöfnum
-
Þú talar við sjálfa þig af mildi og með virðingu
-
Þú hefur meiri trú á þér og framtíðarsýn þinni
-
Þú sérð tækifæri þar sem áður voru takmarkanir – og veist að þú hefur getu til að skapa líf sem nærir þig
Hvað kostar að gera ekkert?
Það eru ekki bara peningar sem er fjárfesting – heldur tíminn sem fer í að bíða, velta vöngum og halda áfram í sama munstrinu.
Hvernig lítur lífið þitt út eftir ár ef þú gerir ekkert í dag?
Þú getur haldið áfram að bíða eftir „rétta tímanum“.
Eða þú getur ákveðið að nú sé hann kominn.

Um mig
Dögg Stefáns
Ég heiti Dögg Stefánsdóttir, lífsþjálfi með menntun í sálfræði og margra ára reynslu í að styðja fólk við að finna sína eigin leið til hamingju og árangurs. Ástríða mín er að hjálpa konum að blómstra með því að opna á það sem þær raunverulega vilja, byggja upp trú og sjálfstraust og læra að treysta á eigin getu til að fara á eftir sínum draumum. Ég trúi því að allar konur hafi innra með sér allt sem þarf til að skapa sér líf í takt við sínar dýpstu óskir.
Ég trúi að þegar við virkjum okkar innri kraft og lærum að nýta hann til fulls, verður heimurinn betri staður. Þess vegna hef ég tileinkað líf mitt því að hjálpa konum að finna kraftinn sinn og ótakmarkaða möguleika. Ég mæti þér þar sem þú ert og trúi á máttinn sem býr í þér. Þetta er minn ofurkraftur og ég er hér til að hjálpa þér að finna þinn.
Spurningar og Svör
Er þetta fyrir mig ef ég hef þegar unnið með sjálfa mig?
Þarf ég að deila, mæta eða vera í hóp?
Hversu mikinn tíma þarf ég að leggja í þetta?
Hvað ef ég næ ekki að fylgja þessu alveg eftir?
