Elskaðu þig í form

 

Veistu að það býr meira innra með þér? En finnurðu þig samt fasta í sama mynstrinu, aftur og aftur?

Þráir þú að vakna orkumikil?
Dreymir þig um að líða vel í eigin líkama – ekki bara einu sinni í mánuði, heldur á hverjum degi?
Ertu orðin þreytt á að vera sú sem „ætlar að byrja“ þegar eitthvað klárast, minnkar eða breytist?
Og finnur þú innra með þér:
Að þú átt meira inni. MIKLU meira.

Kannski ertu búin að sætta þig við minna en þú vildir.
Kannski hefurðu stundum gefist upp og gefið skít í framtíðarsjálfið þitt.
En djúpt innra með þér veistu:
Þú ert tilbúin að gera þetta núna og tilbúin að gera þetta öðruvísi í þetta skiptið.

Ég er tilbúin! >

Hugur 

Sál

Líkami

En kannski líður þér eins og þú sért föst...

  • Þú ert búin að prófa endalausa "kúra"
  • Föst í hugsunum um hvað þú hefðir átt að gera, segja, vera.

  • Föst í rútínu sem þjónar þér ekki.

  • Föst í því að hugsa „ég ætti að vera komin lengra.
  • Þú sagðir „nei“ þegar hjartað hvíslaði „já“.

  • Þú fylgdir því sem allir hinir vildu – og gleymdir því sem þú sjálf þurftir.

  • Þú forgangsraðaðir friði annarra fram yfir eigin sannleika.
      

Og samt – veistu að innra með þér kraumar eitthvað.
Eldur. Orka. Möguleikar.
Þú finnur það.

Lífið þitt og líðan er að fara að breytast...

Það er engin tilviljun að þú ert hér.

Þú ert tilbúin. Tilbúin að elska þig í form – andlega, tilfinningalega og líkamlega.
Ég ætla að leiða þig í gegnum þetta.
Þú munt styrkjast, skína og verða sú kona sem þú ert fædd til að vera.

Ekkert meira rússíbanarugl í sjálfsmati.
Engar fleiri spurningar um hvort þú sért að ímynda þér þessa útgáfu af þér – eða hvort hún sé raunverulega möguleg.
Hún er það svo sannarlega. Og þú ert miklu nær henni en þig grunar.
Taktu djúpt andann.
Réttu úr þér.
Lyftu hökunni.
Þetta er ekki bara nýr kafli.
Þetta er ný nálgun.
Ný orka.

Við byrjum hér, saman.

Ég er tilbúin í líf sem ég elska! >

Við ætlum ekki bara að vakna - við ætlum að skína.

Við ætlum að gera þetta öðruvísi.
Einfaldara. Mannlegra. Virkara.

 

Þú þarft ekki nýjan kúr. Þú þarft nýtt samband við sjálfa þig.

Í sex mánuði ætlum við að vinna með:
– hvernig þú hugsar um sjálfa þig
– hvernig þú hugsar um líkamann þinn
– hvernig þú nærir þig, hreyfir þig og heldur orku
– og hvernig þú ferð að lifa eins og þú skiptir máli. (sem þú gerir.)

Þetta er ekki einhver skyndilausn eða markmiða sturlun.

Ég bjó þetta námskeið til með þig í huga.
Þetta er leiðin út úr ruglinu og aftur heim til þín.

Þegar ég byrjaði að þjálfa konur, snérist allt um þyngdartap. En fljótlega uppgvötaði ég hvað raunverulega breytir lífi kvenna: Að lækna tengslin við sjálfar sig. Að skilja hvað við erum raunverulega svangar í. 

 

Kjarninn?
Við höfum lært að setja skilyrði á það að vera nóg.
Að elska okkur aðeins ef við höfum misst nokkur kíló.
Eða náð einhverju markmiði.
Eða haldið öllu í toppstandi fyrir aðra.

Við höfum verið að reyna að sanna okkur – endalaust.
En það sem vantar ekki er agi.
Það sem vantar er tenging.

Tenging við okkur sjálfar.
Við líkama okkar, við tilfinningar okkar, við hvað við þurfum í alvöru.

Og þegar við hefjum þá vegferð. Þá fer allt að breytast.
Ekki bara hvað við gerum – heldur hvernig okkur líður, hverjar við verðum, og hvernig við mætum lífinu.

Hvað færðu í Elskaðu þig í form?

(og nei, þetta er ekki bara einhver skyndikúr í fallegum umbúðum)

Þú færð sex mánuði af:

  • Heiðarlegri sjálfsvinnu – við förum beint í hugsanamynstrin sem halda þér niðri. Ekki til að gera þig “jákvæðari”, heldur frjálsari.
  • Hreyfingu sem þú munt raunverulega nenna að gera – hreyfingu sem styður þig, ekki refsar. Engar harðar æfingar nema þú viljir.
  • Næring sem gefur líkamanum það sem hann þarfnast – án kúra, án skammar, án reiknivéla. Við lærum að borða út frá virðingu, ekki út frá vanmætti.
  • Daglegar venjur sem halda þér tengdri sjálfri þér – kvöldrútínur, morgunrútínur, verkfæri sem virka í alvöru lífi.
  • Stuðningi sem leiðir þig áfram þegar þú nennir ekki – við erum samfélg kvenna, það verður alltaf stuðningur í boði- og raunveruleg nálægð. Þú ert ekki ein. 

 

Vertu með! >

Umbreytingin sem þú munt fara í gegnum...


Búðu þig undir eftirfarandi: 

  • Þú hættir að eyða orku í að hugsa hvort þú sért að gera nógu mikið.

  • Þú byrjar að koma fram við sjálfa þig eins og manneskju sem skiptir máli – ekki verkefni sem þarf að laga.

  • Þú lærir að hlusta á líkamann í stað þess að berjast við hann.

  • Að næra þig fallega, án ótta.

  • Að hreyfa þig út frá kærleika – ekki sektarkennd.

  • Að hugsa um sjálfa þig eins og þú myndir hugsa um einhvern sem þú elskar.

  • Þú hættir að láta utanaðkomandi pressu stjórna – og byrjar að stjórna orkunni þinni sjálf.

  • Þú færð ekki bara meiri orku. Þú færð rými.
    Rými til að lifa, anda, tengjast og njóta.

    Þetta er ekki lífsstílsbreyting – þetta er sambandsbreyting.
    Sambandið við sjálfa þig. Og það mun hafa áhrif á allt annað.

Ég er tilbúin í líf sem ég elska! >

Það sem þú færð…

01.

Persónuleg leiðsögn og vikulegar kennslustundir

Þú færð aðgang að 6 mánaða námskeiði með vel uppbyggðum kennslustundum með mér þar sem þú færð tækifæri til að kafa djúpt, fá skýr svör við spurningum þínum og stuðning til að stíga næstu skref. Við vinnum með raunaðstæður þínar og tryggjum að þú finnir þinn innri styrk.

02.

Auka stuðningur 

Í gegnum námskeiðið verða í boði auka fundir, þar sem þú getur komið og fengið stuðning, aðhald og frekara aðgengi að mér og minni leiðsögn til að styðja frekar við þig á þinni vegferð. Einnig verður í boði næringarráðgjöf með Kristínu Sif og æfingaprógrömm með mér.

03.

Sérsniðnar æfingar og verkefni

Námskeiðið inniheldur verkefnahefti og dagbókarspurningar sem hjálpa þér að innleiða það sem þú lærir strax í þínu daglega lífi. Þessar æfingar eru hannaðar til að auka meðvitund, skýrleika og sjálfstraust. 

04.

Verkfærakista fyrir framtíðina

Þú munt byggja upp þína eigin verkfærakistu sem inniheldur öll þau verkfæri sem þú þarft til að halda áfram að vaxa og blómstra löngu eftir að námskeiðinu lýkur.

05.

Innri kennsluvefur

Þú færð aðgang að öllum kennslustundum, vinnubók og aukaefni inn á heimasvæði námskeiðsins í heilt ár! Þetta er hannað til að þú getir unnið á eigin hraða og endurskoðað efnið hvenær sem þörf krefur.

06.

Stuðningur og samfélag

Aðgangur að lokuðu Facebook samfélagi kvenna, sem eru á svipaðri vegferð og þú. Þetta er öruggt rými þar sem þú getur deilt upplifunum þínum, fengið innblástur og orðið hluti af samfélagi sem styður þig á þinni vegferð.

„Elskaðu þig í form

Við byrjum 1. júlí 2025
ALLT efni á netinu!

Vinsælast!

150.000 kr

Eingreiðsla

  • Aðgangur að öllum kennslustundum og efni námskeiðsins í heilt ár.
  • Kröftug vinnubók með verkefnum sem styðja við umbreytingu þína.
  • Aðgangur að lokaðri samfélagsgrúppu fyrir stuðning og samfélag.
  • Aukaefni og vinnustofur
  • 15 daga endurgreiðslu ábyrgð.
Skrá mig>

Greiðsluplan

25.000 kr

6 mánuðir

  • Aðgangur að öllum kennslustundum og efni námskeiðsins í heilt ár.
  • Kröftug vinnubók með verkefnum sem styðja við umbreytingu þína.
  • Aðgangur að lokaðri samfélagsgrúppu fyrir stuðning og samfélag.
  • Aukaefni og vinnustofur
  • 15 daga endurgreiðslu ábyrgð.
Skrá mig >

Spurningar og svör

Ertu enn með spurningu? Endilega hafðu samband við okkur [email protected]

Ég er tilbúin!

Um mig- frá mér til þín

Hæ, ég heiti Dögg – og ég er hér af því að ég veit hvernig það er að týnast í öllum „ætti að“, „þyrfti að“ og „verð að“ hugsununum.

 

Ég vann lengi gegn líkamanum mínum. Prufaði allt. Reyndi að breyta mér – utan frá og inn.
En það sem breytti öllu var ekki kúr eða nýtt markmið.
Það var tengingin við sjálfa mig.
Þegar ég fór að hlusta – ekki refsa. Styðja – ekki skammast. Elska og samþykkja sjálfa mig. Þá fór allt að smella.

Nú hjálpa ég konum að gera það sama. (Og ég er rosalega góð í því!)
Ég trúi ekki á boð og bönn, heldur að virkja innri styrk og bæta við einföldum skrefum sem virka í alvöru lífi.
Fyrir konuna sem vill líða vel í eigin skinni – líkamlega, andlega og tilfinningalega.
Sem vill líta í spegil og hugsa:
„Þarna ertu. Ég sé þig. Og ég elska þig.“

Ef þú ert búin að fá nóg af því að „bíða eftir betri útgáfu af þér“ – þá ertu á réttum stað.
Við ætlum ekki að breyta þér – við ætlum að tengja þig aftur við þína raunverulegu útgáfu sem er nú þegar innra með þér.
Og þegar sú fær að taka pláss?
Verður hún óstöðvandi.

Fjárfestingin í dag!

25.000 kr

Á mánuði - í 6 mánuði

  • Aðgangur að öllum kennslustundum og efni námskeiðsins.
  • Kröftug vinnubók með verkefnum sem styðja við umbreytingu þína.
  • Aðgangur að lokaðri samfélagsgrúppu fyrir stuðning og samfélag.
  • Aukaefni og vinnustofur
  • 15 daga endurgreiðslu ábyrgð.
Skrá mig í dag!

Öruggt rými til að kanna, prófa og vaxa.
100% endurgreiðslu ábyrgð!

Við tökum áhættuna fyrir þig – þú tekur fyrsta skrefið.

Við vitum að það getur verið stórt skref að fjárfesta í sjálfri þér, sérstaklega ef þú hefur ekki prófað námskeið eins og þetta áður. Þess vegna bjóðum við þér 15 daga endurgreiðsluábyrgð – til að tryggja að þú finnir fullkomið öryggi með ákvörðun þína.

Ef þú skráir þig og finnur að þetta námskeið er ekki fyrir þig, þá færðu peningana þína til baka – án nokkurra vandræða. Við viljum að þú sért fullkomlega ánægð með námskeiðið og upplifir að þú fáir raunverulegt virði úr því.