00
DAGAR
00
KLST
00
MIN
00
SEK
Þú ert ekki vandamálið. Og hér byrjar nýr kafli
Í Vertu þín eigin fyrirmynd lærir þú að brjóta hringrás sjálfsefa og endalausra efasemda – og byggja sjálfsmynd sem styður þig. Á aðeins 8 vikum finnur þú meiri ró, skýrleika og byggir upp sjálfstraust sem endist.
Kannski hefurðu oft byrjað á nýju plani, aðeins til að detta aftur í sama mynstrið.
Kannski hefurðu prófað námskeið og aðferðir sem aldrei náðu að tala beint til þín.
Og kannski ertu ekki einu sinni byrjuð á vegferðinni...
En djúpt innra með þér veistu: þú átt meira inni. Miklu meira.
Og nú er kominn tími til að gera þetta öðruvísi – með réttum stuðningi, skýru ferli og samfélagi sem styður þig.
Þú ert tilbúin að gera þetta núna og tilbúin að gera þetta öðruvísi í þetta skiptið.
Ég er tilbúin að gera þetta núna! >Byggðu upp sjálfstraust
Settu sjálfa þig í forgang
Skapaðu líf sem þú elskar

Þetta er fyrir þig ef...
– Þú ert þreytt á að byrja aftur og aftur – bara til að detta í sama mynstrið.
– Þú finnur að þú ættir að vera komin lengra, en sjálfsefi heldur þér fastri.
– Þú hefur jafnvel prófað önnur námskeið og aðferðir – en aldrei fundið þig í þeim.
– Þú ert orðin þreytt á að sætta þig við minna en þú vilt og veist að þú átt meira inni.
– Þú vilt meiri ró, skýrleika og sjálfstraust – ekki bara hugmynd um það, heldur daglega upplifun.
Þú hefur mögulega einfaldlega ekki fengið réttu leiðsögnina, rýmið og stuðninginn til að brjóta upp gömlu mynstrin.
Þegar þú færð það – umbreytist allt. Þá verður sjálfstraust, skýrleiki og frelsi ekki fjarlægur draumur heldur nýr veruleiki. Það er nákvæmlega það sem "Vertu þín eigin fyrirmynd" býður þér.
Og það besta?
Þú mátt mæta eins og þú ert. Þú ræður hvort þú tekur mikið eða lítið pláss – hér er engin pressa, bara öruggt rými til að vaxa á þínum hraða.

Þetta er meira en námskeið. Þetta er lífsstíll.
Þetta er ekki bara verkefni sem þú hakar við ✔ og heldur svo áfram eins og ekkert hafi breyst.
Þetta er ferðalag sem snertir hvernig þú hugsar, hvernig þú talar við sjálfa þig, hvernig þú mætir öðrum – og hvernig þú býrð til lífið sem þú vilt í raun lifa.
Í Vertu þín eigin fyrirmynd lærir þú að:
- Sjá þig í nýju ljósi og velja sjálfsmynd sem styður þig í stað þess að brjóta þig niður.
- Mæta daglegum áskorunum með innri ró og skýrleika.
- Taka pláss í lífi þínu, á þínum forsendum.
- Byggja upp venjur og viðhorf sem verða hluti af því hvernig þú lifir – ekki bara það sem þú „æfir“ í átta vikur
Þetta er ástæðan fyrir því að yfir 90% kvenna sem byrja í þessu prógrammi halda áfram með okkur í enn dýpri samfélagi og sjálfsvinnu – því þetta er ekki tímabundið „námskeið“, þetta er nýr lífsstíll. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta segja aftur og aftur: „Ég hef aldrei upplifað svona áður.“ Þetta er ekki hefðbundið prógramm – þetta er ný nálgun sem sameinar fræði, aðgerðir og djúpa innri vinnu á einstakan hátt.
Vertu með! >
Hvernig virkar þetta svo allt saman?
Allt ferlið er hannað til að passa inn í lífið þitt – ekki bæta álaginu ofan á það.
– Þú færð aðgang að öllu efni á netinu, þannig að þú getur unnið þegar þér hentar – í símanum, tölvunni eða spjaldtölvunni.
– Við förum í gegnum 8 vikna ferli sem byggir hvert skref ofan á annað, svo þú upplifir stöðugan vöxt í stað þess að kafna í upplýsingum.
– Þú þarft ekki að mæta „fullkomin“ – þú mátt mæta alveg eins og þú ert, og taka eins mikið eða lítið pláss og þú vilt.
– Þú færð stuðning frá mér og samfélagi kvenna sem eru á sama ferðalagi – þú ert aldrei ein.
Og það besta? Þetta endar ekki hér. Yfir 90% kvenna sem ljúka prógramminu velja að halda áfram með okkur í dýpri samfélag og áframhaldandi vinnu – því þetta er ekki bara námskeið, heldur nýr lífsstíll.
Það sem konurnar segja...

Svava Bjarnadóttir
Ég get alltaf mælt með þessu námskeiði þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi í framsetningu á efninu og mikill stuðningur við þær konur sem á námskeiðinu eru. Ekki spurning, bara skella sér út í djúpu laugina og byrja að synda í átt að betra lífi.
Samfélagið er yndislegt. Ólíkar konur úr öllum áttum en samt eigum við allar eitt sameiginlegt og það er að verða betri og sterkari einstaklingar sem líður vel í eigin skinni.
Það hefur hjálpað mér að tileinka mér jákvæðar hugsanir um sjálfa og mig og um leið að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég má segja það sem mér finnst án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

Ingibjörg Kristjánsdóttir
„Að viðhalda sjálfsvinnu sem ég hef verið að vinna með, staðfesta að vera sú kona sem ég vil vera og vinna markvisst að því.það var kjarni námskeiðsins fyrir mig.
Þetta var algjörlega magnað námskeið sem styrkti mig bæði í sjálfsmynd og hugsanavinnu, sem að mínu mati er besta vinnan sem við getum gert fyrir okkur til framtíðar. Kennslan hjá Dögg var framsett af mikilli fagmennsku, skýr og vönduð í alla staði, og samfélagið í hópnum gaf mér enn meiri innblástur.
Ég finn styrkleikann minn enn frekar og samskiptin mín við aðra hafa orðið jákvæðari. Ekki spurning – þú hefur allt að vinna og engu að tapa. Vel uppsett, kennsluefnið mjög gott.“

Hansína Ellerts
Ég skráði mig því mig langaði að efla mig og styrkja – og fékk nákvæmlega það sem ég þurfti: verkfæri til að vinna með sjálfa mig. Upplifunin var sú að ég sá skýrt hvernig ég gæti orðið betri útgáfa af sjálfri mér, fundið styrkleika minn og náð utan um markmið og drauma.
Stærsta innsýnin mín var að átta mig á því hvernig við getum meðvitað unnið að breytingu – öðlast betri skilning á okkur sjálfum og breytt bæði líðan og lífsviðhorfum.
Ég byrjaði forvitin og svolítið lokuð, en lauk námskeiðinu orkumeir, hamingjusamari og sjálfsöruggari.
Ég mun halda áfram að nýta mér það sem ég lærði með daglegri iðkun og því að taka virkan þátt áfram.
„Vertu þín eigin fyrirmynd“
Við byrjum 15. september 2025
ALLT efni á netinu!
Um mig- frá mér til þín
Hæ, ég heiti Dögg – og ég er hér af því að ég veit hvernig það er að týnast í öllum „ætti að“, „þyrfti að“ og „verð að“ hugsununum.
Ég vann lengi gegn sjálfri mér. Prufaði allt. Reyndi að breyta mér – utan frá og inn.
En það sem breytti öllu var ekki kúr eða nýtt markmið.
Það var tengingin við sjálfa mig.
Þegar ég fór að hlusta – ekki refsa. Styðja – ekki skammast. Elska og samþykkja sjálfa mig. Þá fór allt að smella.
Nú hjálpa ég konum að gera það sama. (Og ég er rosalega góð í því!)
Ég trúi ekki á boð og bönn, heldur að virkja innri styrk og bæta við einföldum skrefum sem virka í alvöru lífi.
Fyrir konuna sem vill líða vel í eigin skinni – líkamlega, andlega og tilfinningalega.
Sem vill líta í spegil og hugsa:
„Þarna ertu. Ég sé þig. Og ég elska þig.“
Ef þú ert búin að fá nóg af því að „bíða eftir betri útgáfu af þér“ – þá ertu á réttum stað.
Við ætlum ekki að breyta þér – við ætlum að tengja þig aftur við þína raunverulegu útgáfu sem er nú þegar innra með þér.
Og þegar sú fær að taka pláss?
Verður hún óstöðvandi.

Það sem þú færð…
01.
Persónuleg leiðsögn og vikulegar kennslustundir
Þú færð aðgang að 6 mánaða námskeiði með vel uppbyggðum kennslustundum með mér þar sem þú færð tækifæri til að kafa djúpt, fá skýr svör við spurningum þínum og stuðning til að stíga næstu skref. Við vinnum með raunaðstæður þínar og tryggjum að þú finnir þinn innri styrk.
02.
Auka stuðningur
Í gegnum námskeiðið verða í boði auka fundir, þar sem þú getur komið og fengið stuðning, aðhald og frekara aðgengi að mér og minni leiðsögn til að styðja frekar við þig á þinni vegferð. Einnig verður í boði næringarráðgjöf með Kristínu Sif og æfingaprógrömm með mér.
03.
Sérsniðnar æfingar og verkefni
Námskeiðið inniheldur verkefnahefti og dagbókarspurningar sem hjálpa þér að innleiða það sem þú lærir strax í þínu daglega lífi. Þessar æfingar eru hannaðar til að auka meðvitund, skýrleika og sjálfstraust.
04.
Verkfærakista fyrir framtíðina
Þú munt byggja upp þína eigin verkfærakistu sem inniheldur öll þau verkfæri sem þú þarft til að halda áfram að vaxa og blómstra löngu eftir að námskeiðinu lýkur.
05.
Innri kennsluvefur
Þú færð aðgang að öllum kennslustundum, vinnubók og aukaefni inn á heimasvæði námskeiðsins í heilt ár! Þetta er hannað til að þú getir unnið á eigin hraða og endurskoðað efnið hvenær sem þörf krefur.
06.
Stuðningur og samfélag
Aðgangur að lokuðu Facebook samfélagi kvenna, sem eru á svipaðri vegferð og þú. Þetta er öruggt rými þar sem þú getur deilt upplifunum þínum, fengið innblástur og orðið hluti af samfélagi sem styður þig á þinni vegferð.
Spurningar og svör
„Ég hef ekki mikinn tíma – get ég samt tekið þátt?“
„Ég er búin að prófa önnur námskeið áður – hvað gerir þetta öðruvísi?“
„Er þetta of mikill "grunnur" fyrir mig? Ég hef unnið mikið með mig áður?“
„Ég er hrædd við að þurfa að vera mjög sýnileg – þarf ég að deila mikið um mig?“
Hvað ef ég kemst ekki á fundina?
„Hvað gerist eftir 8 vikur?“
„Er þetta þess virði?“
Ertu enn með spurningu? Endilega hafðu samband við okkur [email protected]
Öruggt rými til að kanna, prófa og vaxa.
100% endurgreiðslu ábyrgð!

Við tökum áhættuna fyrir þig – þú tekur fyrsta skrefið.
Við vitum að það getur verið stórt skref að fjárfesta í sjálfri þér, sérstaklega ef þú hefur ekki prófað námskeið eins og þetta áður. Þess vegna bjóðum við þér 15 daga endurgreiðsluábyrgð – til að tryggja að þú finnir fullkomið öryggi með ákvörðun þína.
Ef þú skráir þig og finnur að þetta námskeið er ekki fyrir þig, þá færðu peningana þína til baka – án nokkurra vandræða. Við viljum að þú sért fullkomlega ánægð með námskeiðið og upplifir að þú fáir raunverulegt virði úr því.